Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. október 2019 10:44
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Höfum engu að tapa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður mjög áhugaverð og stór áskorun að spila við Frakka á morgun. Þeir eru mjög gott lið og heimsmeistarar. Ef þú vinnur HM ertu mjög gott lið, innan sem utan vallar," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í dag.

„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en þetta er líka leikur þar sem við höfum engu að tapa. Allir búast við því að Frakkar sigri."

„Ef við erum raunhæfir þá ættu þeir að vinna. Þeir eru ca 40 sætum á undan okkur á heimslistanum. Eins og þið vitið þá gerast óvæntir hlutir í fótbolta. Ísland hefur aldrei unnið Frakkland en einhverntímann er allt fyrst. Kannski á morgun? Við sjáum til."


Meiðsli hafa sett strik í reikninginn í aðdraganda leiksins hjá báðum liðum en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, er meðal annars fjarri góðu gamni.

„Bæði lið eiga við meiðsli að stríða. Því miður er það hluti af fótboltanum og við getum ekki gert mikið í því. Þjálfarar vilja alltaf hafa bestu leikmennina en við erum vanir þessu. Frakkar munu ekki breyta leikstíl sínum en það eru auðvitað breytingar á því hvaða einstaklingsgæði eru í liðinu. Þetta er það sama hjá okkur. Við reynum að spila eins fótbolta en það eru auðvitað breytingar á því hvaða leikmenn eru að spila," sagði Erik.

Allir leikmenn sem eru í íslenska hópnum eru heilir heilsu og klárir í slaginn á morgun. „Það æfðu allir á fullu í gær og ég reikna með því sama í dag. Maður veit aldrei hvað gerist en það eru engin meiðsli í augnablikinu," sagði Erik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner