Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. nóvember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dalic: Megum ekki verjast í Grikklandi
Mynd: UEFA
Króatía er með annan fótinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir öruggan 4-1 sigur á Grikklandi í fyrri umspilsleik liðanna í gærkvöldi.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn og þurfa Grikkir að vinna með þriggja marka mun eða meira til að eiga möguleika á farmiða.

Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, segir að þrátt fyrir góðan sigur heima sé nóg eftir af viðureigninni.

„Við mætum til Aþenu og spilum eins og staðan sé 0-0," sagði Dalic að leikslokum.

„Þetta gæti orðið erfitt ef við mætum ekki tilbúnir til Grikklands. Við ætlum ekki að fara þangað til að verjast og reyna að halda forystunni, við megum ekki falla í þá gryfju."
Athugasemdir
banner
banner
banner