fös 10. nóvember 2017 23:41
Helgi Fannar Sigurðsson
Er Pickford besti markmaður sem England á í dag?
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton, spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í markalausu jafntefli gegn Þjóðverjum í kvöld.

Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, gaf mörgum ungum strákum tækifæri í kvöld og var Pickford einn þeirra.

Hann nýtti tækifærið vel og átti afbragðsleik.

Hann átti nokkrar virkilega góðar vörslur, þá stóðu sérstaklega út tvær vörslur í fyrri hálfleik þar sem hann þurfti að sýna góð viðbrögð til að verja frá Timo Werner.

Margir spyrja sig því í kvöld hvort Pickford sé ekki verðugur til að verja mark Englendinga á HM í Rússlandi næsta sumar í stað Joe Hart.

Það er ljóst að samkeppnin verður hörð en báðir leikmenn þurfa að vera á tánum og sýna góðar frammistöður á þessu tímabili ef þeir ætla sér að vera fyrsta val Southgate næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner