fös 10. nóvember 2017 09:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool að fá 18 ára leikmann Leverkusen
Powerade
Kai Havertz er yngstur til að skora fyrir Leverkusen í efstu deild Þýskalands.
Kai Havertz er yngstur til að skora fyrir Leverkusen í efstu deild Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Seldur strax?
Seldur strax?
Mynd: Getty Images
Tony Adams tjáir sig um Sanchez.
Tony Adams tjáir sig um Sanchez.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er sögulegur. Þetta er fyrsti slúðurpakkinn sem skrifaður er frá Katar.

Liverpool er að tryggja sér miðjumanninn Kai Havertz (18) frá Bayer Leverkusen. Njósnarar félagsins sáu hann skora fjögur mörk fyrir U19 ára landslið Þýskalands. Havertz heimsótti Melwood æfingasvæði Liverpool. (Daily Mirror)

Neymar (25) gæti gengið í raðir Real Madrid eftir að hann hefur unnið bikara með Paris St Germain. Þetta segir Alvaro Morata, sóknarmaður Chelsea. (El Larguero)

Argentínski sóknarmaðurinn Sergio Aguero (29) hefur sagt að næsta tímabil verði hans síðasta hjá Manchester City. Hann vill ganga í raðir æskufélagsins, Inependiente í Argentínu. (Daily Mirror)

Manchester United vonast til að skáka Chelsea og Barcelona í baráttunni um Brasilíumanninn Arthur Melo (21) hjá Gremio. Melo er miðjumaður. (Daily Mirror)

Paris St-Germain vill fá Antonio Conte, stjóra Chelsea, sem næsta stjóra sinn. (Le Parisien)

David Moyes, nýr stjóri West Ham, gæti selt Marko Arnautovic (28) í janúarglugganum, innan við fjórum mánuðum eftir að hann var keyptur á 25 milljónir punda. Moyes vill fá Harry Arter (27) frá Bournemouth, miðjumanninn William Carvalho (25) frá Sporting Lissabon og varnarmanninn Lamine Kone (28) frá Sunderland. (Daily Mirror)

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke, býst við því að Peter Crouch (36) verði boðinn nyr samningur og er bjartsýnn á að sóknarmaðurinn skrifi undir. Crouch hefur verið drjúgur fyrir Stoke. (Stoke Sentinel)

Belgíski framherjinn Kevin Mirallas (30) mun ákveða framtíð sína hjá Everton eftir að félagið ræður nýjan stjóra. (Liverpool Echo)

Arsenal þarf að berjast fyrir því að halda Hector Bellerín (22) en Juventus hefur áhuga á spænska bakverðinum. (Daily Mirror)

Oliver Bierhoff, stjórnarmaður hjá þýska knattspyrnusambandinu, hefur gefið til kynna að Leon Goretzka (22), miðjumaður Schalke og Þýskalands, hafi samþykkt að fara í ensku úrvalsdeildina. (Daily Mirror)

Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, segir að selja eigi Alexis Sanchez (28) eins fljótt og hægt er. Samningur Sanchez rennur út næsta sumar og hann virðist ekki líklegur til að skrifa undir nýjan. Adams telur að selja eigi Sanchez svo Arsenal fái væna upphæð fyrir hann. (Omnisport)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Benfica um að fá sóknarmanninn Umaro Embalo sem er sextán ára. (Record)

Frank Lampard (39), fyrrum miðjumaður Englands, er opinn fyrir því að snúa aftur til Chelsea og starfa fyrir félagið á einhvern hátt. (Evening Standard)

Stóri Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. (Sky Sports)

Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata (25) segist ekki sjá eftir því að hafa gengið í raðir Chelsea. (Marca)

Eden Hazard (26), belgískur framherji Chelsea, viðurkennir að það yrði draumur að spila undir Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid. (RTL)

Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, vill 15 milljónir punda í árslaun og regluleg flug heim til Ítalíu ef hann á að taka aftur við liði í ensku úrvalsdeildinni. (The Sun)

Manchester City segir að sjónvarpsfyrirtækið Amazon Prime muni ekki hafa aðgang að fundum Pep Guardiola með leikmönnum. City gerði stóran samning um sjónvarpsþætti sem sýna bak við tjöldin hjá félaginu. (Daily Mail)

Paul Pogba snýr aftur úr meiðslum hjá Manchester United eftir landsliðshlé ásamt miðjumanninum Michael Carrick og varnarmanninum Marcos Rojo. (Daily Mail)

Zlatan Ibrahimovic (36) útilokar að snúa aftur í sænska landsliðið, sama þó liðið muni komast á HM. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner