Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. nóvember 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Loftus-Cheek: Varð að komast frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek er 21 árs gamall og verður líklega í byrjunarliði Englendinga í fyrsta sinn í kvöld þegar Þjóðverjar mæta á Wembley í æfingaleik. Miðjumaðurinn er himinlifandi og segist ánægður með hafa ákveðið að fara frá Chelsea.

Loftus-Cheek fær tækifærið með landsliðinu þökk sé góðri frammistöðu hans með Crystal Palace á tímabilinu.

Þrátt fyrir að hafa spilað vel hefur Loftus-Cheek ekki ennþá tekist að vinna deildarleik á tímabilinu með Palace, en hann er hjá félaginu á láni frá Chelsea.

„Ég fann að ég þurfti að fara, ég varð að komast einhvert þar sem ég fengi nægan spilatíma. Ég finn fyrir miklum bætingum og er að venjast að spila í deild þeirra bestu," sagði Loftus-Cheek.

„Ég meiddist eftir nokkra leiki því ég þarf að venjast því að spila 90 mínútur reglulega. Ég hef ekki verið með fast byrjunarliðssæti undanfarin tvö ár."
Athugasemdir
banner
banner