Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 10. nóvember 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naby Keita: Mane er eins og stóri bróðir minn
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Naby Keita, miðjumaður RB Leipzig, lítur á Sadio Mane, kantmann Liverpool, sem stóra bróður sinn.

Hinn 22 ára gamli Keita mun ganga í raðir Liverpool næsta sumar en frá því var gengið í ágúst síðastliðnum. Liverpool greiddi riftunarverðið sem var í samningi Keita hjá Leipzig.

Hjá Liverpool mun Keita hitta félaga sinn, Mane. Þeir spiluðu saman í stutta stund hjá Red Bull Salzburg í Austurríki árið 2014, en Mane hjálpaði Keita mjög mikið þar.

„Í fyrstu (eftir að hann kom til Salzburg) var ég ekki að byrja og það tók á," sagði Keita í samtali við Goal. „Þetta var mjög þreytandi og þetta gerði það erfiðara fyrir mig að aðlagast."

„En Sadio sagði: 'Litli bróðir, vertu rólegur. Tækifæri þitt mun koma og þegar það kemur, þá muntu nýta það."

„Hann hjálpaði mér með allt - tungumálið, að eignast vini, að skilja félagið og borgina. Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér, þegar ég fékk tækifæri sýndi ég gæði mín og allt gekk betur."

„Sadio er eins og stóri bróðir minn."

Mane talar eingöngu vel um Keita. Mane er mjög spenntur fyrir því að spila með góðvini sínum.

„Hann er mjög sérstakur leikmaður og ég lít á hann sem fjölskyldumeðlim. Við vorum nánir í Salzburg og höfum haldið sambandi. Ég hef notið þess að fylgjast með honum vaxa og ég hlakka til að hjálpa honum þegar hann kemur á næsta ári," segir Mane þegar hann er spurður út í Keita.

„Hann spurði mig um Liverpool og ég sagði við hann að þetta væri stórkostlega félag, hér væri hæfileikaríkir leikmenn, frábær þjálfari og mikill metnaður. Ég sagði við hann að borgin væri skemmtileg og að fólkið væri indælt, að hann yrði eins og heima hjá sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner