Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 08:15
Elvar Geir Magnússon
Siggi Raggi stýrir kínverska landsliðinu í næstu leikjum
Siggi Raggi í Kína.
Siggi Raggi í Kína.
Mynd: Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur fengið það verkefni að stýra kínverska kvennalandsliðinu í tveimur leikjum gegn Ástralíu síðar í þessum mánuði.

Bruno Bini var rekinn sem landsliðsþjálfari Kína og segir kínverska sambandið á Twitter að ástæðan sé einfaldlega slakur árangur.

Sagt er að Bini gæti stýrt B-landsliðinu en hann muni ekki stýra A-landsliðinu aftur.

Sigurður Ragnar hefur þegar valið hópinn fyrir leikina gegn Ástralíu en hann valdi þrjá nýliða. Leikirnir eru vináttulandsleikir og verða 22. og 26. nóvember.

Sigurður er þjálfari kvennaliðs Jiangsu Suning og gerði hann liðið að bikarmeisturum í ár. Líklegt er að hann láti af störfum hjá JIangsu eftir þetta nýja starf.


Athugasemdir
banner
banner