Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. nóvember 2017 07:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Sölvi: Hef nægan tíma til að finna út úr þessu
Sölvi hefur leikið 28 landsleiki. Sá síðasti var í janúar í fyrra.
Sölvi hefur leikið 28 landsleiki. Sá síðasti var í janúar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan," segir Sölvi Geir Ottesen í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á Vísi. Sölvi mun spila heima á Íslandi á komandi tímabili.

Þessi 33 ára miðvörður segir að fjarveran frá börnum sínum hafi verið langerfiðust en hann hefur leikið í Asíu undanfarin ár.

Ljóst er að Sölvi mun hafa úr mörgum tilboðum að velja á Íslandi en hann er ekki búinn að ákveða sig.

„Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta."

Sölvi hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgarden í Svíþjóð 2004 og spilaði svo með en spilaði einnig með SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku áður en hann hélt til Rússlands og svo til Kína og Tælands.

„Ég er mjög sáttur við minn feril. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur, Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild (á Íslandi) áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt," segir Sölvi við Vísi en hann lék með Víkingi Reykjavík áður en hann fór út.
Athugasemdir
banner
banner