banner
   fös 10. nóvember 2017 18:00
Fótbolti.net
Þjálfaralistinn - Allt klárt
Óli Kristjáns tók við FH.
Óli Kristjáns tók við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristins tók við KR.
Rúnar Kristins tók við KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Palli er nýr þjálfari hjá Fjölni.
Óli Palli er nýr þjálfari hjá Fjölni.
Mynd: Raggi Óla
Jói Kalli tók við ÍA.
Jói Kalli tók við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn er nýr þjálfari HK.
Brynjar Björn er nýr þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjar Þór Gestsson og Bjarni Jóhannsson tóku báðir við nýjum liðum.  Brynjar tók við ÍR og Bjarni við Vestra.
Brynjar Þór Gestsson og Bjarni Jóhannsson tóku báðir við nýjum liðum. Brynjar tók við ÍR og Bjarni við Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úlfur Blandon hætti með kvennalið Vals og tók við Þrótti Vogum.
Úlfur Blandon hætti með kvennalið Vals og tók við Þrótti Vogum.
Mynd: Þróttur Vogum
Pétur Péturs tók við kvennaliði Vals.
Pétur Péturs tók við kvennaliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bojana Besic er nýr þjálfari KR.
Bojana Besic er nýr þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Líkt og undanfarin ár þá rúllar Fótbolti.net yfir þjálfaramálin í meistaraflokkum. Öll þjálfaramál liggja nú fyrir hjá félögum í þremur efstu deildum karla og í Pepsi-deild kvenna.

* - Nýr þjálfari frá síðasta tímabili.



Pepsi-deild karla:

Valur - Ólafur Jóhannesson
Ólafur gerði Val að Íslandsmeisturum með glæsibrag og verður áfram við stjórnvölinn með Sigurbjörn Hreiðarsson sér við hlið.

Stjarnan - Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll er að fara inn í sitt fimmta tímabil með Stjörnuna en liðið hafnaði í 2. sæti í ár.

FH - Ólafur Kristjánsson*
FH-ingar létu Heimi Guðjónsson fara en hann var heil 18 ár hjá félaginu. Óli Kristjáns er kominn heim frá Danmörku en hann er uppalinn FH-ingur.
Óli Kristjáns: Þörf á því að fá nýtt blóð hjá FH

KR - Rúnar Kristinsson*
KR-ingar misstu af Evrópusæti og Willum fór aftur í pólitíkina. Rúnar Kristinsson er kominn heim og fær það verkefni að koma KR aftur upp í titilbaráttuna.
Rúnar Kristins: KR er í mínu hjarta

Grindavík - Óli Stefán Flóventsson
Óvissa ríkti um hvort Óli yrði áfram með Grindavík en á endanum náðist samkomulag.
Óli Stefán: Náðum endum saman eftir gott spjall

Breiðablik - Ágúst Gylfason*
Þjálfaraskipti urðu eftir tímabilið í Kópavoginum. Milos Milojevic var ekki boðinn nýr samningur og Ágúst Gylfason færði sig um set frá Fjölni eftir góða frammistöðu
Gústi Gylfa: Rétti tímapunkturinn að færa mig yfir

KA - Srdjan Tufegdzic
Kom KA upp á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari og skilaði liðinu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á liðnu sumri.

Víkingur R. - Logi Ólafsson
Logi gerði samning út næsta tímabil en þarf að fá nýjan aðstoðarþjálfara eftir að Bjarni Guðjónsson varð aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR.

ÍBV - Kristján Guðmundsson
Kristján verður áfram þjálfari ÍBV en hann stýrði ÍBV til bikarmeistaratitils í sumar og hélt liðinu í deild þeirra bestu.
Formaður ÍBV um Kristján: Árangurinn frábær

Fjölnir - Ólafur Páll Snorrason*
Fyrrum aðstoðarþjálfari FH og Fjölnis tekur nú við stjórnartaumunum í Grafarvogi eftir að Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki. Óli Palli er uppalinn hjá Fjölni.
Óli Palli: Ætla að endurheimta það sem hvarf á braut

Fylkir - Helgi Sigurðsson
Stýrði Árbæingum til sigurs í Inkasso-deildinni á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og verður áfram með liðið.

Keflavík - Guðlaugur Baldursson
Þessi fyrrum aðstoðarþjálfari FH tók við Keflavík fyrir ári síðan og kom liðinu upp úr Inkasso-deildinni á sínu fyrsta ári suður með sjó.

Inkasso-deildin:

Víkingur Ó. - Ejub Purisevic
Ejub skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Ólsara í gær eftir að hafa legið undir feldi undanfarnar vikur.

ÍA - Jóhannes Karl Guðjónsson*
Eftir fallið úr Pepsi-deildinni ákváðu Skagamenn að ráða Jóa Kalla sem valinn var þjálfari ársins í Inkasso-deildinni eftir að hafa stýrt HK í fjórða sætið.
Jói Kalli: Hefur alltaf verið draumur

Þróttur - Gregg Ryder
Gregg heldur áfram með Þrótt. Er að hefja sitt fimmta tímabil í þjálfarastólnum í Laugardal.

HK - Brynjar Björn Gunnarsson*
Brynjar Björn hefur verið aðstoðarþjálfari Stjörnunnar undanfarin ár en var í gærkvöldi kynntur sem nýr þjálfari HK eftir að Jóhannes Karl hélt heim á Skagann.

Leiknir R. - Kristófer Sigurgeirsson
Kristófer heldur áfram með Breiðhyltinga en hann skilaði liðinu í 5. sæti Inkasso-deildarinnar og í undanúrslit í bikar í sumar.

Þór - Lárus Orri Sigurðsson
Lárus Orri heldur áfram sem þjálfarinn í Þorpinu en Þórsarar höfnuðu í 6. sæti á liðnu tímabili.

Haukar - Kristján Ómar Björnsson*
Stefán Gíslason lét af störfum eftir eitt ár sem aðalþjálfari Hauka. Kristján Ómar, fyrrum leikmaður liðsins, tók við.
Kristján Ómar: Get vel séð fyrir mér einhverjar breytingar

Selfoss - Gunnar Borgþórsson
Gunnar skrifaði undir nýjan samning við Selfyssinga þó niðurstaða liðins tímabils hafi verið vonbrigði. Gunnar tók við Selfyssingum um mitt sumar 2015.

Fram - Pedro Hipólító
Framarar halda áfram að setja traust sitt á portúgalska þjálfarann sem var ráðinn eftir umdeildan brottrekstur Ásmundar Arnarssonar á liðnu sumri. Fram endaði í 9. sæti í Inkasso-deildinni.
Pedro: Verðum að leggja hart að okkur fyrir næsta tímabil

ÍR - Brynjar Þór Gestsson*
Brynjar kom Þrótti Vogum upp úr 3. deildinni á liðnu sumri og var svo ráðinn til ÍR í staðinn fyrir Arnar Þór Valsson sem lét af störfum.

Njarðvík - Rafn Markús Vilbergsson
Var valinn þjálfari ársins í 2. deild en hann stýrði liðinu til sigurs í deildinni á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn.

Magni - Páll Viðar Gíslason
Palli Gísla stýrði Magnamönnum upp í Inkasso-deildina á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari þeirra. Erfitt verkefni sem býður liðsins í mun öflugri deild.

2. deild:

Leiknir F. - Viðar Jónsson
Viðar heldur áfram með Fáskrúðsfirðinga en þeir féllu úr Inkasso-deildinni í sumar.

Grótta - Óskar Hrafn Þorvaldsson*
Óskar tekur við liðinu af Þórhalli Dan Jóhannssyni eftir fall úr Inkasso-deildinni.

Víðir Garði - Guðjón Árni Antoníusson
Tók við Víði í júní og náði að hífa liðið upp töfluna, liðið endaði í þriðja sæti. Hann heldur áfram þjálfun í Garðinum.

Afturelding - Arnar Hallsson*
Úlfur Arnar Jökulsson hætti með Aftureldingu en í stað hans var Arnar Hallsson ráðinn. Arnar hefur undanfarin ár starfað við þjálfun yngri flokka hjá HK.

Huginn - Brynjar Skúlason
Brynjar hefur verið þjálfari Hugins í áraraðir og heldur áfram um stjórnartaumana.

Tindastóll - Bjarki Már Árnason og Guðjón Örn Jóhannsson*
Bjarki og Guðjón hafa báðir komið áður að þjálfun meistaraflokks Tindastóls og þeir verða saman með liðið næsta sumar.

Völsungur - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Heldur áfram að þjálfa á Húsavík.

Fjarðabyggð - Dragan Stojanovic
Ekki hafa neinar fréttir borist að austan og við reiknum því með Dragan Stojanovic áfram.

Vestri - Bjarni Jóhannsson*
Gamli refurinn Bjarni Jó var tilkynntur sem nýr þjálfari Vestra fyrr í þessum mánuði.

Höttur - Nenad Zivanovic
Nenad verður áfram við stýrið á Egilsstöðum.

Kári - Lúðvík Gunnarsson
Akurnesingar eru komnir upp í 2. deild.

Þróttur Vogum - Úlfur Blandon*
Brynjar Gestsson hætti eftir að hafa komið Þrótturum upp í 2. deild þar sem hann tók við ÍR.

Pepsi-deild kvenna:

Þór/KA - Halldór Jón Sigurðsson
Donni gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Hann heldur áfram á Akureyri.

Breiðablik - Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn hefur stýrt Breiðabliki undanfarin þrjú ár. Hann framlengdi samnings inn við félagið á dögunum.

Valur - Pétur Pétursson*
Úlfur Blandon lét af störfum eftir tímabilið og hinn reyndi Pétur Pétursson tók við. Fyrsta starf Péturs sem þjálfari í meistaraflokki kvenna.

Stjarnan - Ólafur Þór Guðbjörnsson
Stjarnan er ennþá með sitt tímabil í gangi en liðið er að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ólafur framlengdi samning sinn á dögunum og heldur áfram næsta sumar.

ÍBV - Ian Jeffs
Ian Jeffs gerði ÍBV að bikarmeisturum í sumar og hann heldur áfram í Eyjum.

FH - Orri Þórðarson
Orri endaði í 6. sæti með FH í sumar og hefur bætt árangur liðsins hressilega undanfarin ár.

Grindavík - Ray Anthony Jónsson*
Ray Anthony var í gær ráðinn þjálfari Grindavíkur en hann tekur við af Róberti Haraldssyni sem hætti eftir tímabilið.

KR - Bojana Besic*
Bojana hefur verið yfirþjálfari KR en hún er fyrrum leikmaður liðsins. Fer í þjálfarastólinn á eftir Eddu Garðarsdóttir sem hætti eftir tímabilið.

HK/Víkingur - Þórhallur Víkingsson*
Jóhannes Karl Sigursteinsson hætti eftir að hafa komið HK/Víkingi upp. Þórhallur Víkingsson tók við en hann hefur þjálfað yngri flokka kvenna hjá Víkingi síðastliðin ár.

Selfoss - Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð stýrði Selfyssingum beint aftur upp í efstu deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner