Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 21:55
Helgi Fannar Sigurðsson
Undankeppni HM: Svíar báru sigurorð af Ítölum
Svíar fagna marki Jakob Johansson.
Svíar fagna marki Jakob Johansson.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 1 - 0 Ítalía
1-0 Jakob Johansson (61')

Svíþjóð hafði betur gegn Ítalíu í eina leik kvöldsins í umspili fyrir Heimsmeistaramótið á næsta ári.

Jakob Johansson, leikmaður AEK Aþenu, skoraði eina mark kvöldsins á 61. mínútu leiksins. Hann átti þá skot sem fór í Daniele De Rossi og í netið.

Svíar fara því með dýrmætt forskot í seinni leikinn sem fram fer í Ítalíu á mánudag.

Ef Ítölum tekst ekki að koma til baka í þeim leik verður það í fyrsta sinn síðan 1958 sem Ítalir missa af HM.

Ítalir verða án Marco Verratti í seinni leiknum gegn Svíum þar sem hann tekur út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner