Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 22:05
Elvar Geir Magnússon
Vináttulandsleikir: Reynslulitlir Englendingar gerðu jafntefli við Þjóðverja
Ruben Loftus-Cheek lék vel í sínum fyrsta landsleik en hér er hann að glíma við IIkay Gundogan.
Ruben Loftus-Cheek lék vel í sínum fyrsta landsleik en hér er hann að glíma við IIkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Talsvert var um vináttulandsleiki í kvöld en meðal leikja var viðureign Englands og Þýskalands á Wembley. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Jesse Lingard fékk hörkugott færi í lokin til að tryggja Englandi sigur en náði ekki að hitta markið.

Englendingar voru með tilraunastarfssemi í sínu liði. Jack Cork leikmaður Burnley, Tammy Abraham sóknarmaður Chelsea sem er á láni hjá Swansea, Ruben Loftus-Cheek miðjumaður Chelsea sem er á láni hjá Crystal Palace og markvörðurinn Jordan Pickford hjá Everton spiluðu allir sinn fyrsta landsleik.

Þetta var reynsluminnsta lið sem England teflir fram síðan 1980. Pickford átti góðan leik í markinu og kom í veg fyrir að Heimsmeistararnir næðu að skora.

Andriy Yarmolenko og Yevheniy Konoplyanka skoruðu mörk Úkraínu sem vann 2-1 sigur gegn Slóvakíu.

Romelu Lukaku skoraði tvívegis og Eden Hazard skoraði eitt þegar Belgía gerði 3-3 jafntefli gegn Mexíkó.

Antoine Griezmann og Olivier Giroud skoruðu fyrir Frakkland sem vann Wales 2-0.

Úrslit vináttulandsleikja:
Georgía - Kýpur 1-0
Úkraína - Slóvakía 2-1
Belgía - Mexíkó 3-3
Pólland - Úrúgvæ 0-0
England - Þýskaland 0-0
Frakkland - Wales 2-0
Athugasemdir
banner
banner
banner