Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 20:31
Helgi Fannar Sigurðsson
„Wilshere þarf að spila utan Englands"
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fréttamaður Sky Sports, telur að Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, þurfi að fara í lið utan Englands til að eiga séns á að eiga góðan feril með bæði félagsliði og landsliði.

Wilshere hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal á þessu tímabili en hann hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Merson finnst líka að Wilshere eigi að vera að spila aftar á miðjunni en hann hefur gert.

„Ég held að það myndi henta leikstíl Jack Wilshere vel að fara í lið utan Englands. Hann á að spila aftar á miðjunni og fær ekki næg tækifæri hjá Arsenal," sagði Merson.

„Hann gæti farið í lið sem er neðarlega í ensku úrvalsdeildinni en ég held að það henti honum ekki heldur, því yrði best fyrir hann að fara erlendis, til dæmis á láni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner