Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 10. nóvember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andrey Arshavin leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Rússneski kantmaðurinn Andrey Arshavin er búinn að leggja skóna á hilluna, 37 ára að aldri.

Arshavin gerði garðinn frægan með Zenit og er goðsögn þar. Hann var keyptur til Arsenal eftir tíu ár hjá Zenit og gerði 31 mark í 144 leikjum á fjórum árum í London.

Hann skoraði 17 mörk í 75 landsleikjum fyrir Rússland en lagði landsliðsskóna á hilluna 31 árs gamall, þegar hann var enn leikmaður Arsenal.

Eftir dvöl sína hjá Arsenal fór Arshavin aftur til Zenit og þaðan til Kuban Krasnodar. Honum gekk ekki nógu vel í rússneska boltanum svo hann hélt til Kasakstan þar sem hann hefur verið lykilmaður hjá FC Kairat í toppbaráttunni.

Arshavin afrekaði margt en er eflaust frægastur fyrir fernuna sem hann skoraði í 4-4 jafntefli gegn Liverpool í apríl 2009, aðeins þremur mánuðum eftir komu sína til Arsenal.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner