Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 10. nóvember 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir á bekknum í bursti gegn Lampard
Birkir Bjarnason var allan tímann á varamannabekknum.
Birkir Bjarnason var allan tímann á varamannabekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Aston Villa vann auðveldan sigur gegn lærisveinum Frank Lampard í Derby í Championship-deildinni í dag.

Það voru 10 leikir að klárast í þessari næst efstu deild á Englandi.

Aston Villa mætti eins og áður segir Derby en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 74. mínútu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir gestina frá Birmingham og lokatölur 3-0.

Birkir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu 15. nóvember og Katar 19. nóvember.

Aston Villa er í 11. sæti deildarinnar en Derby er í fimmta sæti. Mjög góður sigur hjá Villa.

Jón Daði Böðvarsson er frá vegna meiðsla og gat hann ekki leikið með Reading í 2-2 jafntefli gegn Ipswich. Reading jafnaði metin á 84. mínútu leiksins.

Jón Daði er búinn að vera virkilega góður fyrir Reading á tímabiliunu. Hann er kominn með sex mörk þrátt fyrir að hafa misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Þessi sex mörk hefur Jón Daði skorað í 11 deildarleikjum.

Selfyssingurinn er ekki í íslenska landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær.

Reading er í 21. sæti, með jafnmörg stig og Hull og Bolton sem eru í fallsæti.

Middlesbrough er komið á toppinn eftir sigur á Wigan en Leeds getur endurheimt toppsætið með sigri á West Brom á eftir.

Hér að neðan eru úrsitin í þeim leikjum sem búnir eru í dag. Leikur Leeds og West Brom hefst 16:30.

Birmingham 3 - 3 Hull City
1-0 Che Adams ('21 )
2-0 Che Adams ('45 )
2-1 Fraizer Campbell ('50 )
2-2 Fraizer Campbell ('61 )
2-3 Kamil Grosicki ('73 )
3-3 Che Adams ('84 )

Blackburn 1 - 1 Rotherham
0-1 Michael Smith ('75 )
1-1 Bradley Dack ('81 )

Bolton 0 - 1 Swansea
0-1 Barrie McKay ('15 )

Bristol City 0 - 1 Preston NE
0-1 Callum Robinson ('35 )

Derby County 0 - 3 Aston Villa
0-1 John McGinn ('74 )
0-2 Tammy Abraham ('78 )
0-3 Conor Hourihane ('84 )

Middlesbrough 2 - 0 Wigan
1-0 Jordan Hugill ('39 , víti)
2-0 Jordan Hugill ('44 )

Norwich 3 - 3 Millwall
0-1 Tom Elliott ('24 )
1-1 Teemu Pukki ('49 )
2-1 Moritz Leitner ('79 )
2-2 Ryan Leonard ('81 )
2-3 Jed Wallace ('83 )
3-3 Jordan Rhodes ('90 )

Nott. Forest 0 - 0 Stoke City

QPR 3 - 2 Brentford
0-1 Neal Maupay ('22 )
1-1 Massimo Luongo ('50 )
2-1 Joel Lynch ('58 )
3-1 Nahki Wells ('60 )
3-2 Henrik Dalsgaard ('81 )

Reading 2 - 2 Ipswich Town
0-1 Gwion Edwards ('5 )
1-1 Yakou Meite ('7 )
1-2 Freddie Sears ('11 )
2-2 Yakou Meite ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner