Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur sem snerist um svo miklu meira en fótbolta
Magnað myndband frá King Power vellinum
,,Að eilífu í hjörtum okkar
,,Að eilífu í hjörtum okkar"
Mynd: Getty Images
Margir grétu í stúkunni þegar myndbandið var sýnt.
Margir grétu í stúkunni þegar myndbandið var sýnt.
Mynd: Getty Images
Þúsundur komu saman í göngu til þess að minnast þeirra látnu.
Þúsundur komu saman í göngu til þess að minnast þeirra látnu.
Mynd: Getty Images
Elskaður og dáður af stuðningsmönnu, starfsmönnum og leikmönnum Leicester.
Elskaður og dáður af stuðningsmönnu, starfsmönnum og leikmönnum Leicester.
Mynd: Getty Images
Eigandi Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, lést í þyrluslysi fyrir utan heimavöll liðsins fyrir tveimur vikum síðan. Fjórir aðrir létust ásamt Vichai í slysinu.

Leicester lék í dag sinn fyrsta heimaleik frá slysinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Burnley.

Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið á King Power-leikvanginum á leiknum.

Fallegt myndband var sýnt fyrir leikinn til minningar um Vichai sem var elskaður og dáður af stuðningsmönnum Leicester. Nigel Pearson og Claudio Ranieri, tveir af fyrrum stjórum Leicester, voru í stúkunni. Ranieri var Englandsmeistaratitilinn með Leicester árið 2016. Það er ein af ótrúlegustu sögum fótboltans og átti Vichai stóran þátt í því ótrúlega afreki.

Hér að neðan má sjá viðbrögð stuðningsmanna Leicester við myndbandinu. Margir grétu. Einnig má sjá myndbandið sjálft.





Gengu til heiðurs þeirra látnu
Reist verður stytta af Vichai fyrir utan King Power-leikvanginn. Það var tilkynnt í gær.

Fyrir leikinn gegn Burnley í dag gengu þúsundir stuðningsmanna Leicester að vellinum til heiðurs þeirra sem létust í slysinu.

Gangan fékk heitið „5,000-1" en það er tilvitnun í líkurnar sem gefnar voru á því að Leicester myndi verða Englandsmeistari 2015/16 sem varð svo raunin.

Nokkrir leikmenn Leicester, þar á meðal Harry Maguire, tóku þátt í göngunni.



Vilja meina að regnboginn sé merki
Regnbogi myndaðist við heimavöll Leicester í dag.

Af því náðist mjög falleg mynd en stuðningsmenn Leicester vilja meina að þetta sé einhvers konar merki.

Mynd er hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner