Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Debuchy hættur að gefa kost á sér með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Franski bakvörðurinn Mathieu Debuchy er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna en hann er ennþá svekktur að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Frakka á HM í sumar.

Debuchy er 33 ára gamall og lék fyrir Lille í tíu ár áður en hann hélt í enska boltann til að spila fyrir Newcastle.

Hann gerði vel hjá Newcastle og var fenginn yfir til Arsenal, þar sem hann náði aldrei að festa sig í sessi og spilaði aðeins þrettán úrvalsdeildarleiki á rúmlega þremur árum.

Í janúar skipti Debuchy yfir til Saint-Etienne í franska boltanum og gerði mjög vel þar. Hann var einn af bestu bakvörðum frönsku deildarinnar eftir áramót en komst ekki í landsliðshóp Frakklands sem vann heimsmeistaramótið.

„Ég er hættur með franska landsliðinu. Ég gerði allt í mínu valdi til að komast í hópinn fyrir HM en var ekki valinn. Mér fannst ég eiga skilið sæti í hópnum en var skilinn eftir heima," sagði Debuchy.

„Nú er liðinn smá tími frá því að ég var síðast í hópnum svo ég ætla að einbeita mér alfarið að því að vinna titla með St. Etienne."

Debuchy lék 27 landsleiki fyrir Frakkland og var í hóp á EM 2012 og HM 2014.

Frakkar töpuðu fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum á EM 2012 og fyrir Þjóðverjum í 8-liða úrslitum á HM 2014. Bæði lið urðu meistarar í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner