Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dybala: Þetta var óþarfi hjá Mourinho
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho gerði allt vitlaust eftir sigur Manchester United á einum erfiðasta útivelli heims, gegn Juventus.

Stuðningsmenn Juve höfðu sungið níðsöngva um Mourinho sem jukust þegar heimamenn komust yfir með marki frá Cristiano Ronaldo í síðari hálfleik.

Rauðu djöflarnir gáfust aldrei upp og komu til baka á lokamínútum leiksins, þar sem Leonardo Bonucci innsiglaði sigurinn með óheppilegu sjálfsmarki.

Mourinho fagnaði lokaflautinu með að setja hönd við eyra, því hann heyrði ekki lengur í stuðningsmönnum Juve sem voru enn í sjokki eftir endurkomuna.

Bonucci og Dybala virtust rífast við Mourinho í kjölfarið og enduðu lætin með því að portúgalska stjóranum var fylgt af velli af gæslumönnum.

„Ég sagði honum bara að þetta hafi verið óþarfi hjá honum. Það var engin þörf til að skapa meiri spennu að leikslokum," sagði Dybala.

„Stundum er maður móðgaður og það er slæmt, það afsakar samt ekki að búa vísvitandi til meiri spennu. Ég sagði honum bara að þetta hafi verið óþarfi og fór."

Mourinho hefur miklar mætur á Dybala og hefur reynt að fá hann yfir til Man Utd en án árangurs.

Juventus vann fyrri leik liðanna á Old Trafford og er á toppi riðilsins með 9 stig. Man Utd er í öðru sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner