Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
England: Cardiff lagði Brighton og kom sér úr fallsæti
Mynd: Getty Images
Cardiff 2 - 1 Brighton
0-1 Lewis Dunk ('6)
1-1 Callum Paterson ('28)
2-1 Sol Bamba ('90)
Rautt spjald: Dale Stephens, Brighton ('34)

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Cardiff vann sinn annan leik á tímabilinu og kom sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Brighton komust yfir með skallamarki frá miðverðinum markheppna Lewis Dunk en hinn afar fjölhæfi Callum Paterson jafnaði fyrir heimamenn.

Skömmu síðar fékk Dale Stephens, miðjumaður Brighton, umdeilt rautt spjald fyrir að fara upp með annan fótinn í tæklingu.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimamenn nýttu sér liðsmuninn og tóku algjöra stjórn á leiknum í síðari hálfleik en náðu ekki að koma knettinum í netið þar til í lokin.

Það var Sol Bamba kom tókst að koma honum inn eftir gríðarlega mikinn atgang í vítateig Brighton á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Aron Einar tók langt innkast og eftir þrjá skalla í vítateignum átti Bamba laglega bakfallsspyrnu sem fór í stöngina. Þaðan hrökk boltinn út og áttu heimamenn skot sem var varið í slá áður en knötturinn barst aftur til Bamba sem þrumaði honum í netið af stuttu færi.

Þetta reyndist vera sigurmarkið og er Cardiff nú tveimur stigum frá fallsæti. Brighton er sex stigum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner