Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 10. nóvember 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foyth breyttist úr skúrki í hetju
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ánægður með sinn mann í leikslok.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ánægður með sinn mann í leikslok.
Mynd: Getty Images
Argentíski miðvörðurinn Juan Foyth var hetja Tottenham þegar liðið hafði betur gegn Crystal Palace í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar á þessu laugardagskvöldi.

Foyth skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu eftir hornspyrnu.

Foyth er tvítugur miðvörður sem kom til Tottenham frá Estudiantes í Argentínu í fyrra. Hann kom ekkert við sögu í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en var í kvöld að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla Jan Vertonghen og Davinson Sanchez.

Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom um síðustu helgi gegn Wolves. Hann fékk sannkallaða martraðarbyrjun en hann fékk tvær vítaspyrnur dæmdar á sig í 3-2 sigri.

Hann fór úr því að vera skúrkur í hetju í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Palace. Flottur karakter hjá þessum unga leikmanni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner