Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Orri framlengir samning sinn við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH. Samningurinn gildir út tímabilið 2020.

FH sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag.

Halldór Orri er 31 árs gamall en hann hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil.

Hann spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni í sumar án þess að skora mark. Hann á enn eftir að skora mark fyrir FH í Pepsi-deildinni.

Halldór Orri er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið stærsta hluta síns ferils í Garðabænum. Hann hefur aðeins leikið með Stjörnunni og FH hér á landi en hann hefur einnig leikið með Falkenberg í Svíþjóð og SC Pfullendorf í Þýskalandi.

FH endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili. Síðan tímabilinu lauk hafa Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Guðmann Þórisson, tveir fyrrum leikmenn liðsins, samið við félagið. Nú er það ljóst að Halldór Orri verður áfram í herbúðum FH.



Athugasemdir
banner
banner
banner