Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. nóvember 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hughes: Hann fengi aldrei að dæma Manchester-slaginn
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Simon Hooper, dómari.
Simon Hooper, dómari.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Southampton, var ósáttur við störf dómaran Simon Hooper, sem dæmdi leik Southampton og Watford í dag.

Leikurinn endaði 1-1. Manolo Gabbiadini kom Southampton yfir í fyrri hálfleik en Jose Holebas, bakvörður Watford, jafnaði á 82. mínútu leiksins. Á 65. mínútu skoraði Charlie Austin og kom Southampton í 2-0 en markið var dæmt af.

Það tók Simon Hopper nokkurn tíma að dæma markið af en hann gerði það vegna þess að Maya Yoshida, varnarmaður Southampton, var rangstæður.

Boltinn fer ekki af Yoshida en dómararnir virðast annað hvort telja að það hafi gerst eða meta það þannig að Yoshida hafi staðið í vegi fyrir Ben Foster, markverði Watford, og hindrað það að hann hafi varið skotið.

Smelltu hér til að sjá myndband af markinu.

Hughes segir að það sé ósanngjarnt að lið eins og Southampton fái reynslulitla dómara til að dæma leiki hjá sér.

„Við eigum ekki að vera tilraunadýr fyrir nýja dómara en því miður fá lið eins og við og Watford alltaf reynslulitla dómara sem eru að læra fagið," sagði Hughes eftir leikinn.

„Þessi dómari væri til að mynda aldrei að fara að dæma Manchester-slaginn. En við erum líka að spila mikilvæga leiki, hvernig getum við lagað þetta?"

„Dómararnir kostuðu okkur sigurinn í dag."

Charlie Austin, sóknarmaður Southampton, tók í sama streng og Hughes.

Southampton er í 17. sæti eftir leikinn með átta stig eftir 12 leiki. Starf Mark Hughes er sagt hanga á bláþræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner