Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 15:27
Ívan Guðjón Baldursson
Hughton og Duffy reiðir: Þetta var rangstaða
Mynd: Getty Images
Chris Hughton, stjóri Brighton, er svekktur eftir tap sinna manna gegn Cardiff í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Hann telur að sigurmark Sol Bamba hafi ekki átt að standa og er Shane Duffy, miðvörður Brighton, sammála stjóranum sínum.

„Við ættum að fara heim með stig, sigurmarkið þeirra átti ekki að gilda. Það er mjög erfitt að tapa útaf dómaraákvörðun," sagði Hughton að leikslokum og tók Duffy í svipaða strengi.

„Við erum mjög reiðir því við áttum skilið stig. Við vissum strax að hann væri rangstæður, það sést á viðbrögðunum eftir markið. Það er mikil reiði í búningsklefanum þessa stundina," sagði Duffy.

Brighton lék manni færri í klukkutíma eftir að Dale Stephens var rekinn útaf fyrir hættulega tæklingu í fyrri hálfleik. Spjaldið er afar umdeilt.

„Dale gerði dómaranum erfitt fyrir með þessari tæklingu. Ég er nokkuð viss um að aðrir dómarar hefðu ekki gefið rautt spjald," sagði Hughton.

„Takkarnir voru ekki uppi og ég er ekki viss um að hann snerti andstæðinginn. Þetta er á mjög gráu svæði en ég er viss um að þessi dómari hefði ekki gefið rautt spjald fyrir sama brot við aðrar aðstæður.

„En það er aðallega rangstöðuákvörðunin sem ég er óhress með."

Athugasemdir
banner
banner
banner