lau 10. nóvember 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Það verður einhver að gera eitthvað
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn Der Spiegel hefur verið að birta stórar fréttir að undanförnu sem hafa afhjúpað ýmis mál í knattspyrnuheiminum, allt frá nauðgunarmáli Cristiano Ronaldo að meintu fjárlagasvindli Manchester City og Paris Saint-Germain.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að félögum sem brjóta fjárlögin verði að refsa.

„Ég hef heyrt af Der Spiegel fréttinni en er ekki búinn að lesa hana. Það er erfitt að tjá sig um þetta mál en mér finnast fjárlögin vera jákvæð fyrir knattspyrnuheiminn og það þarf að framfylgja þeim, annars eru þau tilgangslaus," sagði Klopp.

„Ég veit að fréttin er um PSG og Man City en ég veit ekkert um málið annað en hefur komið fram í fjölmiðlum. Ef félögin brutu af sér þá verður einhver að gera eitthvað í því."

Klopp var spurður hvort hann teldi ósanngjarnt að Man City væri að svindla á fjárlögum á meðan Liverpool þyrfti að virða þau.

„Það er aukaatriði. Við erum betur staddir en önnur félög, til dæmis Huddersfield. Þeir eru þó ekki bitrir út í okkur og eru ekki að reyna að finna upp nýjar reglur til að koma félögunum á sama plan."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner