Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba mætti ekki á liðshótelið - Brella hjá Mourinho?
Mynd: Getty Images
Samuel Luckhurst, yfirskrifari um Manchester United fyrir staðarblaðið Manchester Evening News, segir frá því að Paul Pogba hafi ekki verið með liðsfélögum sínum í Manchester United á Lowry-hótelinu í dag.

Pogba er tæpur fyrir stórleikinn fyrir Manchester City á morgun en hann æfði ekki með liðinu í gær.

Leikmannahópur United gistir á Lowry-hótelinu fyrir leikinn en Pogba var hvergi sjáanlegur þegar leikmenn mættu þangað í kvöld.

Romelu Lukaku sem hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla mætti á hótelið.

Luckhurst bendir á það að þó Pogba hafi ekki mætt á hótelið þá sé alls ekki víst að hann missi af leiknum. Jose Mourinho, stjóri United, hefur áður haldið leikmönnum frá hópnum til þess að rugla andstæðinginn í ríminu.

Nú er bara spurningin hvort þetta sé brella hjá Mourinho eða hvort Pogba missi af þessum mikilvæga leik.

Pogba er ekki í líklegu byrjunarliði Manchester Evening News.

Líklegt byrjunarlið Man Utd (að mati MEN): De Gea; Young, Smalling, Lindelof, Shaw; Herrera, Matic, Fred; Lingard, Sanchez, Martial.



Athugasemdir
banner