Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Puel gefur leikmönnum leyfi til að fagna með látum
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, hefur gefið leikmönnum sínum leyfi til að fagna marki hvernig sem þeir vilja er liðið tekur á móti Burnley í sínum fyrsta heimaleik frá andláti Vichai Srivaddhanaprabha.

Demarai Gray fékk gult spjald þegar hann fagnaði sigurmarki gegn Cardiff um síðustu helgi. Hann fór úr treyjunni til að tileinka Vichai markið og fékk gult spjald að launum.

Að leikslokum sagðist Puel ekki erfa þetta við leikmanninn sem hefur fengið leyfi til að gera þetta aftur ef hann skorar gegn Burnley í dag.

„Fagnið hjá Demarai var tilfinningaþrungið og stórkostlegt. Gula spjaldið átti rétt á sér því svona eru reglurnar í fótbolta, dómarinn tók rétta ákvörðun og við erum sáttir," sagði Puel.

„Ef leikmenn ákveða að fagna á þennan hátt aftur gegn Burnley þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ég styð þá heilshugar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner