Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Þrír Íslendingar spiluðu í markalausu jafntefli
Sverrir spilaði en Ragnar er meiddur.
Sverrir spilaði en Ragnar er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar komu við sögu þegar Rostov mætti Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson byrjuðu leikinn fyrir Rostov en Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður þegar 78 mínútur voru liðnar. Ragnar Sigurðsson gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Rostov var sterkari aðilinn í leiknum en það var ekkert mark skorað í leiknum og jafntefli niðurstaðan.

Rostov er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, átta stigum á eftir toppliði Zenit.

Af þeim leikmönnum sem voru að spila í dag er Sverrir eini leikmaðurinn sem er í íslenska landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær. Ísland er að fara að mæta Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar.

Björn Bergmann getur ekki ferðast í leikinn, Viðar Örn gefur ekki kost á sér og Ragnar er meiddur eins og áður kemur fram.
Athugasemdir
banner