Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 10:20
Elvar Geir Magnússon
Sanchez, Mata og Darmian á förum frá Man Utd
Powerade
Mata er orðaður við Arsenal.
Mata er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Sanchez, Mata, Heaton, Darmian, De Ligt, Mignolet, Jagielka og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Alexis Sanchez (29), framherji Manchester United og Síle, vill yfirgefa Old Trafford. Innan við ár er síðan hann kom frá Arsenal. (Times)

Spænski miðjumaðurinn Juan Mata (30) er á förum frá Manchester United í sumar og mun ganga í raðir Arsenal. (TalkSport)

Bakvörðurinn Matteo Darmian (28) mun líklega yfirgefa Manchester United í janúar. Inter og Roma hafa áhuga á Ítalanum. (Sun)

Huddersfield mun reyna að fá Tom Heaton (30), markvörð Burnley, sem er búinn að missa sæti sitt á Turf Moor til Joe Hart (31). (Sun)

Líklegt er að Matthijs de Ligt (19), miðvörður Ajax og Hollands, fari til Juventus. Manchester City og Barcelona hafa áhuga á honum. (Calciomercato)

Simon Mignolet (30), markvörður Liverpool og Belgíu, er á óskalista Patrick Vieira, þjálfara Nice í Frakklandi. (Het Belang)

Liverpool neitar þeim fréttum að eigandi félagsins, John W Henry, sé opinn fyrir því að selja. (Mail)

Arsenal óttast að Danny Welbeck (27) sé frá út tímabilið vegna ökklameiðsla sem hann hlaut gegn Sporting Lissabon í Evrópudeildinni. (Mail)

Meiðsli Welbeck gætu orðið til þess að Unai Emery, stjóri Arsenal, leggi enn meiri áherslu á að fá Fílabeinsstrendinginn Nicolas Pepe (23) frá Lille. Pepe er vængmaður. (Sun)

Brasilíski framherjinn Neymar (26) þénar 900 þúsund pund á viku hjá Paris Saint-Germain. (Times)

Chelsea mun keppa við fjölda ítalskra félaga, þar á meðal Juventus, um Sandro Tonal (18), miðjumann Brescia. Stráknum hefur verið líkt við Andrea Pirlo. (Goal)

Aston Villa íhugar að selja nafnið á Villa Park. (Birmingham Mail)

Phil Jagielka (36) nær ekki að vinna sér inn sæti í Everton liðinu en hann hefur ekki spilað síðan í fyrstu umferð en þá fékk hann rautt spjald í fyrri hálfleik gegn Wolves. (Liverpool Echo)

Marokkómaðurinn Mehdi Benatia (31) hjá Juventus gæti farið frá Juventus til AC Milan í janúar. Milan vill fá hann á lánssamningi með möguleika á kaupum næsta sumar. Manchester United hefur horft til miðvarðarins. (Calciomercato)

Átján ára miðjumaður, Aidan Barlow, hefur verið færður upp í æfingar með aðalliði Manchester United. (Manchester Evening News)

Ástralinn Mathew Ryan (26) segist vera allt öðruvísi markvörður síðan hann gekk í raðir Brighton frá Valencia á síðasta ári. (The Argus)
Athugasemdir
banner
banner
banner