Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund vann Bayern í frábærum leik
Dortmund vann erkifjendur sína í Bayern.
Dortmund vann erkifjendur sína í Bayern.
Mynd: Getty Images
Lewandowski skoraði tvö.
Lewandowski skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Alcacer var hetja Dortmund.
Alcacer var hetja Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dortmund er í býsna góðri stöðu eftir sigur á erkifjendunum í Bayern München í skemmtilegum leik í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það er alltaf hart barist þegar þessi lið mætast en það var Bayern sem náði forystunni í þessum leik eftir 26. mínútu. Robert Lewandowski skoraði markið.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik jafnaði Dortmund með vítaspyrnumarki frá Marco Reus en Lewandowski var fljótur að ná forystunni aftur fyrir Bayern.


Bayern leiddi 2-1 fram á 67. mínútu en þá jafnaði Marco Reus aftur. Reus og Lewandowski í banastuði.

Dortmund náði svo forystunni í fyrsta sinn í leiknum á 73. mínútu þegar hinn sjóðheiti Paco Alcacer skoraði. Alcacer kom inn á sem varamaður og hann skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið.

Alcacer er kominn með átta mörk í deildinni eins og Marco Reus.

Lewandowski taldi sig hafa jafnað metin á 95. mínútu þegar hann kom boltanum í netið en hann var dæmdur rangstæður. Lokatölur 3-2 í þessum frábæra leik.


Hvað þýða þessi úrslit?
Dortmund er á toppi deildarinnar og er að spila mjög vel undir stjórn Lucien Favre. Eftir þennan sigur er Dortmund með sjö stiga forskot á Bayern sem er í þriðja sæti.

Bayern gæti fallið niður í fimmta sætið á morgun.

Úrslit dagsins:
Hoffenheim 2 - 1 Augsburg
Werder Bremen 1 - 3 Borussia Mönchengladbach
Freiburg 1 - 3 Mainz
Fortuna Dusseldorf 4 - 1 Hertha Berlín
Nurnberg 0 - 2 Stuttgart
Dortmund 3 - 2 Bayern
Athugasemdir
banner
banner