Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Mark Alfreðs ekki nóg gegn Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason lék í 90 mínútur er Augsburg tapaði fyrir Hoffenheim í þýska boltanum í dag.

Leikurinn var jafn og fjörugur en Andrej Kramaric kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik. Alfreð var búinn að jafna fimm mínútum síðar eftir góða stungusendingu frá Marco Richter.

Reiss Nelson, á láni frá Arsenal, kom af bekknum á 82. mínútu og gerði sigurmark Hoffenheim mínútu síðar þegar hann fylgdi eftir skoti sem Andreas Luthe varði út í teig.

Nýliðar Fortuna Düsseldorf lögðu þá Hertha Berlin að velli og Mainz hafði betur gegn Freiburg. Stuttgart vann sinn annan leik á tímabilinu er liðið heimsótti Nürnberg.

Borussia Mönchengladbach er þá komið einu stigi frá toppliði Borussia Dortmund eftir góðan útisigur á Werder Bremen þar sem Alassane Plea setti þrennu.

Borussia Dortmund tekur á móti FC Bayern í stórleik helgarinnar í þýska boltanum. Hann hefst eftir klukkutíma.

Hoffenheim 2 - 1 Augsburg
1-0 Andrej Kramaric ('65 )
1-1 Alfred Finnbogason ('69 )
2-1 Reiss Nelson ('83 )

Werder Bremen 1 - 3 Borussia M'Gladbach
0-1 Alassane Plea ('39 )
0-2 Alassane Plea ('48 )
0-3 Alassane Plea ('52 )
1-3 Nuri Sahin ('59 )

Freiburg 1 - 3 Mainz
0-1 Jean-Philippe Gbamin ('6 )
0-2 Jean-Philippe Mateta ('18 )
1-2 Roland Sallai ('72 )
1-3 Karim Onisiwo ('75 )

Fortuna Dusseldorf 4 - 1 Hertha Berlin
1-0 Takashi Usami ('50 )
2-0 Rouwen Hennings ('63 )
3-0 Benito Raman ('84 )
3-1 Davie Selke ('88 )
4-1 Benito Raman ('92 )
Rautt spjald:Maximilian Mittelstadt, Hertha ('42)

Nurnberg 0 - 2 Stuttgart
0-1 Timo Baumgartl ('68 )
0-2 Erik Thommy ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner