Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. nóvember 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger hefur trú á Henry: Hann þarf tíma
Mynd: Getty Images
Thierry Henry tók við sínu fyrsta félagsliði í október þegar hann tók við af Leonardo Jardim hjá Mónakó.

Byrjunin hjá Henry hefur verið skelfileg og er liðið búið að tapa þremur og gera tvö jafntefli undir hans stjórn.

Síðasti leikur var á heimavelli gegn Club Brugge í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gestirnir frá Belgíu gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur í Mónakó og unnu 0-4.

Arsene Wenger er maðurinn sem gerði Henry að stórstjörnu á sínum tíma og segist hann hafa trú á sínum fyrrverandi lærisveini.

„Það sem skiptir máli er að þetta mun ganga upp hjá honum ef hann fær þann tíma sem hann þarf. Ég hef trú á honum," sagði Wenger þegar hann var spurður út í framtíð Henry hjá Mónakó.

Mónakó er í næstneðsta sæti frönsku deildarinnar, með sjö stig eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner