Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 21:30
Aksentije Milisic
Brutu fyrirmæli um ferðabann - Serbneska sambandið býðst til að greiða sektina
Milenkovic.
Milenkovic.
Mynd: Getty Images
Dusan Vlahovic og Nikola Milenkovic, leikmenn Fiorentina og Serbneska landsliðsins, brutu fyrirmæli um ferðabann í landsliðsverkefni. Serbía mætir Skotland í úrslitaleik um sæti á EM á fimmtudaginn kemur.

Leikmennirnir tveir eru mættir til Serbíu.

Félög á Ítalíu bönnuðu leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni og heilbrigðiseftirlitið á Ítalíu skipaði leikmönnum að vera áfram í búbblu hjá sínu liði eftir að nokkrir leikmenn greindust jákvæðir fyrir Covid-19.

Sumir hafa hins vegar kosið að brjóta reglurnar og fara og spila þessa gífurlega mikilvægu leiki sem framundan eru.

Serbneska knattspyrnusambandið segir að það styðji við bakið á sínum strákum. Það geti ekki valdið þeim vandræðum því FIFA og UEFA hafa veitt leikmönnunum leyfi til þess að mæta í landsliðsverkefni.

„Við munum borga sektina ef nauðsyn krefur," segir Serbneska knattspyrnusambandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner