Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 22:30
Aksentije Milisic
Margir fjarverandi hjá Dönum í komandi landsleikjum - Þjálfarinn í sóttkví
Mynd: Getty Images
Margir leikmenn verða fjarverandi hjá Dönum í komandi landsleikjahléi vegna Covid-19. Mörgum leikmönnum víðsvegar um heiminn er bannað að mæta í landsleikina sem eru framundan og eru Danir að lenda illa í því.

Liðið mætir Svíþjóð í æfingaleik á morgun, Íslandi í Þjóðadeildinni á sunnudaginn og svo Belgíu í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn í næstu viku.

Robert Skov, leikmaður Hoffenheim, greindist með veiruna og þá hefur þjálfari liðsins, Kasper Hjulmand, verið sendur í sóttkví og missir af leiknum gegn Svíþjóð og mögulega fleiri leikjum. Þá er búið að banna öllum þeim leikmönnum sem spila á Englandi að mæta í leikina.

Þar má sjá nöfn eins og Kasper Schmeichel, Jonas Lossl, Andreas Christensen, Jannik Vestergaard, Henrik Dalsgaard, Mathias Jensen og Pierre-Emile Hojbjerg.

Martin Braithwaite, leikmaður Barcelona og Yussuf Poulsen, framherjir Leipzig eru á meðal þeirra sem eru í sóttkví.

Ísland og Danmörk mætast ytra á sunnudaginn klukkan 19.45.
Athugasemdir
banner
banner