Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 19:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo gæti farið í Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er allt útlit fyrir það að miðjumaðurinn Pablo Punyed muni yfirgefa herbúðir KR og halda annað fyrir næsta tímabil.

Samingur Pablo við KR rann út núna eftir leiktíðina og er þessi þrítugi landsliðsmaður El Salvador samningslaus. Pablo gekk í raðir KR árið 2018 og varð Íslandsmeistari sem leikmaður félagsins sumarið 2019. Í sumar skoraði hann sjö mörk í sextán deildarleikjum.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag var Pablo orðaður við endurkomu í Stjörnuna en hann varð Íslandsmeistari þegar hann lék með félaginu árið 2014.

Ásamt Stjörnunni er Víkingur Reykjavík einnig sagt hafa áhuga á miðjumanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner