Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mið 10. nóvember 2021 15:20
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Rúmeníu
Icelandair
Stefán Teitur fagnar marki sínu gegn Liechtenstein.
Stefán Teitur fagnar marki sínu gegn Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM í Búkarest á morgun fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma (21:45 að staðartíma).

Hvernig verður byrjunarlið Íslands? Viðar Örn Kjartansson æfði ekki í gær og er tæpur fyrir leikinn. Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Hann gæti leikið í fremstu víglínu.

Fótbolti.net spáir því að byrjunarlið Íslands verði ekki mikið breytt frá þeim leik. Ari Freyr Skúlason verði í vinstri bakverðinum og Ísak Bergman Jóhannesson, sem tók út bann gegn Liechtenstein, komi inn.



Ísland og Rúmenía hafa mæst fjórum sinnum. Rúmenar hafa unnið þrjá leiki og Íslendingar einn og sá sigur kom í undanúrslitaleik umspils um sæti í úrslitakeppni EM síðasta haust, en sem kunnugt er tapaði íslenska liðið síðan fyrir Ungverjum í úrslitaleik um EM-sæti á lokamínútunum.

Rúmenar unnu fyrri viðureign liðanna í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, tveggja marka sigur á Laugardalsvelli í september. Hinar tvær viðureignir liðanna voru í undankeppni HM 1998 og þá unnu Rúmenar báða leikina með fjórum mörkum gegn engu. Rúmenska liðið komst í 16-liða úrslit í Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998 með fyrirliðann Gheorghe Hagi í fararbroddi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner