Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. nóvember 2022 09:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðars: Eitt af tíu bestu pressuliðum í heimi
Af æfingu liðsins í Seúl.
Af æfingu liðsins í Seúl.
Mynd: KSÍ
Blikarnir Ísak Snær og Dagur Dan.
Blikarnir Ísak Snær og Dagur Dan.
Mynd: KSÍ
Það voru valdir 23 leikmenn í þetta verkefni og við reynum að láta sem flesta leikmenn fá sem flestar mínútur
Það voru valdir 23 leikmenn í þetta verkefni og við reynum að láta sem flesta leikmenn fá sem flestar mínútur
Mynd: KSÍ
Íslenska landsliðið er á leið í vináttulandsleik gegn Suður-Kóreu á morgun. Leikurinn fer fram í höfuðborginni Seúl. Um er að ræða seinni vináttulandsleikinn í fyrra landsliðsverkefni mánaðarins. Fyrri leikurinn fór fram í Abú Dabí á sunnudag. Þar mætti landsliðið Sádí-Arabíu og tapaði 1-0.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 11:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net og beinni sjónvarpsútsendingu á Viaplay.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var í dag til viðtals sem birt var á miðlum KSÍ.

„Við búumst við mjög erfiðum leik. Við vitum að hópurinn sem þeir eru að vinna með núna er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem er að fara á HM. Það vantar kannski 5-7 leikmenn sem eru að spila núna í stærstu deildum Evrópu. Þeir eru með feykisterkt lið, eins og við fengum að kynnast í janúar. Við búumst við leik á móti liði sem er mjög vel drillað, gott pressulið."

„Þeirra DNA er þannig að þeir eru rosalega duglegir og fljótir að setja pressu. Að mínu mati er þetta eitt af tíu bestu pressuliðum í heiminum í dag."


Ísland mætti Suður-Kóreu í vináttulandsleik í janúar á þessu ári og urðu lokatölur í þeim leik 5-1 fyrir Suður-Kóreu.

„Við viljum læra af leiknum í janúar, bæta okkur. Margir leikmenn sem voru með okkur þá eru með okkur núna. Þetta er mjög gott tækifæri til að sjá hvort við höfum bætt okkur á þessum mánuðum. Leikmennirnir okkar eru í betra standi heldur en þeir voru í janúar."

Arnar var spurður hvort hann héldi að ferðalagið og tímamismunurinn myndi setja mark á íslenska liðið að einhverju leyti. „Við vonum ekki, við vitum að þetta getur verið strembið. Það er níu klukkutíma mismunur á Íslandi. Við tókum þetta stopp í Abú Dabí og vonumst til þess að við höfum haft nógan tíma til þess að aðlagast að aðstæðum."

„Það má svosem aldrei verða nein afsökun. Þetta er bara hluti af þessu landsliðsumhverfi og þegar við erum að fara í stóra leiki eða stór verkefni getur það verið í öðrum heimsálfum."


Hvernig íslensku landsliði mega áhorfendur búast við því að sjá?

„Við munum gera einhverjar breytingar. Það voru valdir 23 leikmenn í þetta verkefni og við reynum að láta sem flesta leikmenn fá sem flestar mínútur. Það er hluti af þessu líka. Þær breytingar eru byggðar á því að lið Suður-Kóreu er sterkara en síðasti andstæðingur. Við munum kannski vera aðeins varnarsinnaðri og með aðeins fleiri leikmenn sem við teljum að séu með aðeins betri hlaupagetu í þessum varnarhlutverkum," sagði Arnar. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner