Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bandaríski hópurinn klár - Nokkur óvænt nöfn
Gregg Berhalter
Gregg Berhalter
Mynd: Getty Images
Zack Steffen missti af farmiðanum á HM
Zack Steffen missti af farmiðanum á HM
Mynd: EPA
Tim Ream, varnarmaður Fulham, er í hópnum
Tim Ream, varnarmaður Fulham, er í hópnum
Mynd: EPA
Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska landsliðsins, valdi 26-manna hóp fyrir HM í Katar í gær. Flest var eftir bókinni en það var þó eitthvað um óvænt nöfn í hópnum.

Öll stærstu nöfnin eru að sjálfsögðu í hópnum. Þar má nefna Christian Pulisic, sem var jú eftirminnilega kallaður LeBron James fótboltans í hinum geysivinsæla þætti Pawn Stars á síðasta ári. Spurning hvort hann nær að standa undir því nafni í Katar en hann verður þeirra helsta vopn í sóknarleiknum.

Sergino Dest, Brenden Aaronsson, Tyler Adams, Gio Reyna og Timothy Weah eru einnig í hópnum og þá hefur Weston McKennie jafnað sig af meiðslum og er klár í mótið.

Matt Turner, markvörður Arsenal, hafði betur gegn Zack Steffen, en það eru með óvæntustu breytingunum. Steffen, sem er á láni hjá Middlesbrough frá Manchester City, hefur yfirleitt verið leikmaður sem Berhalter treystir á, en ekki fyrir þetta mót greinilega.

Hinn ungi og efnilegi Ricardo Pepi er ekki í hópnum. Hann hefur staðið sig vel hjá Groningen í Hollandi en Haji Wright hjá Antalyaspor er valinn framyfir hann.

Þá mætir Tim Ream, varnarmaður Fulham, aftur í hópinn, en það er sennilega óvæntasta valið. Ream spilaði aðeins einn leik í undankeppninni og kom sá leikur í september á síðasta ári, en þessi 35 ára gamli miðvörður hefur spilað feykivel með Fulham á leiktíðinni og er hann aðallega í hópnum vegna þess að Chris Richards, leikmaður Crystal Palace, og Miles Robinson hafa verið að glíma við meiðsli.

Hópurinn hjá Bandaríkjunum:

Markverðir: Ethan Horvath (Luton Town), Sean Johnson (New York City), Matt Turner (Arsenal)

Varnarmenn: Cameron Carter-Vickers (Celtic), Sergiño Dest (AC Milan), Aaron Long (New York Red Bulls), Shaq Moore (Nashville), Tim Ream (Fulham), Antonee Robinson (Fulham), Joe Scally (Borussia Mönchengladbach), DeAndre Yedlin (Inter Miami), Walker Zimmerman (Nashville)

Miðjumenn: Brenden Aaronson (Leeds United), Kellyn Acosta (LAFC), Tyler Adams (Leeds United), Luca de la Torre (Celta Vigo), Weston McKennie (Juventus), Yunus Musah (Valencia), Cristian Roldan (Seattle Sounders)

Framherjar: Jesús Ferreira (FC Dallas), Jordan Morris (Seattle Sounders), Christian Pulisic (Chelsea), Gio Reyna (Borussia Dortmund), Josh Sargent (Norwich City), Tim Weah (Lille), Haji Wright (Antalyaspor).
Athugasemdir
banner
banner
banner