Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Charlton heldur uppi heiðri Lundúna í deildabikarnum
Charlton mun spila í 4. umferð enska deildabikarsins
Charlton mun spila í 4. umferð enska deildabikarsins
Mynd: Getty Images
Charlton Athletic í ensku C-deildinni er eina Lundúnaliðið sem mun spila í 4. umferð enska deildabikarsins en þetta varð ljóst eftir gærkvöldið.

Arsenal, Chelsea, Crystal Palace, Tottenham og West Ham duttu öll úr leik í gærkvöldi.

Á þriðjudag töpuðu Brentford, Fulham, Leyton Orient, Millwall og QPR sínum leikjum og eftir stendur því eitt Lundúnalið í keppninni; Charlton.

Charlton vann Stevenage eftir vítaspyrnukeppni á þriðjudag og mun því spila í fjórðu umferð keppninnar. Liðið verður fulltrúi Lundúna í þessari keppni en það sem vekur athygli er að möguleiki er á því að aðeins tvö af þessum svokölluðu topp sex liðum verði í 4. umferðinni.

Liverpool og Manchester City komust áfram í gær en þá spilar Manchester United við Aston Villa á Old Trafford í kvöld. Man Utd tapaði fyrir Villa um helgina, 3-1, á Villa Park, en spurningin er hvað gerist í kvöld?


Athugasemdir
banner
banner
banner