Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Choupo-Moting í kamerúnska hópnum
Mynd: Getty Images
Andre Onana verður í markinu
Andre Onana verður í markinu
Mynd: Getty Images
Eric Maim Choupo-Moting, framherji Bayern München, er á sínum stað í hópnum hjá kamerúnska landsliðinu fyrir HM í Katar en Rigobert Song, þjálfari liðsins, tilkynnti hann í gær.

Choupo-Moting, sem er 33 ára gamall, er í hópnum en hann hefur verið að raða inn mörkum hjá Bayern München í Þýskalandi.

Kamerún er með ansi öflugan hóp og verður spennandi að fylgjast með gengi liðsins.

Andre Onana, markvörður Inter, er í hópnum og þá er Andre-Frank Zambo Anguissa, miðjumaður Napoli einnig þar. Það er þá nóg af öflugum framherjum en þar má nefna leikmenn á borð við Vincent Aboubakar, Bryan Mbeumo, Karl Toko Ekambi og George-Kevin Nkoudou.

Joel Matip, varnarmaður Liverpool, er ekki í hópnum. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2015. Ástæðan var óánægja hans með knattspyrnusambandið og þá hafði hann slæma reynslu af þjálfaraliðinu. Rigobert Song hefur ítrekað reynt að sannfæra hann um að snúa aftur en án árangurs.

Hópurinn:

Markverðir: Devis Epassy (Abha Club), Simon Ngapandouetnbu (Olympique de Marseille), Andre Onana (Inter Milan)

Varnarmenn: Jean-Charles Castelletto (Nantes), Enzo Ebosse (Udinese), Collins Fai (Al Tai), Olivier Mbaizo (Philadelphia Union), Nicolas Nkoulou (Aris Salonika), Tolo Nouhou (Seattle Sounders), Christopher Wooh (Stade Rennes)

Miðjumenn: Martin Hongla (Verona), Pierre Kunde (Olympiakos), Olivier Ntcham (Swansea City), Gael Ondoua (Hannover 96), Samuel Oum Gouet (Mechelen), Andre-Frank Zambo Anguissa (Napoli)

Framherjar: Vincent Aboubakar (Al Nassr), Christian Bassogog (Shanghai Shenhua), Eric-Maxime Choupo Moting (Bayern Munich), Souaibou Marou (Coton Sport), Bryan Mbeumo (Brentford), Nicolas Moumi Ngamaleu (Young Boys Berne), Jerome Ngom (Colombe Dja), Georges-Kevin Nkoudou (Besiktas), Jean-Pierre Nsame (Young Boys Berne), Karl Toko Ekambi (Olympique Lyonnais)
Athugasemdir
banner
banner
banner