Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland mun notast við fjögurra manna varnarlínu á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, hefur ákveðið að fara aftur í fjögurra manna varnarlínu fyrir HM í Katar en hann greindi frá því á blaðamannafundi í gær.

Frakkar hafa verið að spila þriggja eða fimm manna varnarlínu síðan á EM á síðasta ári en það hefur ekki alveg gengið upp eins og hafði verið vonast eftir.

Liðið náði vissulega ágætis árangri og vann Þjóðadeildina á síðasta ári en það hefur verið ójafnvægi í leik liðsins og vill Deschamps fá meira jafnvægi í vörnina.

Jonathan Clauss, vængbakvörður Marseille, var því ekki í hópnum fyrir mótið.

Það eru allar líkur á því að Deschamps fari aftur í 4-2-3-1 kerfið sem Frakkar notuðu þegar þeir unnu HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og verður það væntanlega Adrien Rabiot sem mun leysa svipað hlutverk og Blaise Matuidi gerði svo eftirminnilega vinstra megin á miðjunni í Rússlandi.

„Ég get staðfest að við munum byrja með fjögurra manna varnarlínu. Það þarf alltaf að hugsa þessi mál vandlega og eftir löng samtöl með þjálfaraliðinu og eftir að hafa hlustað á skoðanir sumra leikmann þá tók ég þessa ákvörðun. Það er mikilvægt. Við höfum gert fína hluti í þriggja manna kerfi en það voru líka erfiðleikar. Við vorum oft í miklu ójafnvægi og ég þekki það alltof vel að í svona keppni að þá verður varnarleikurinn að vera í lagi og leikmenn þurfa að verjast betur en það má ekki hafa áhrif á sóknarleikinn. Ég valdi þennan kost því ég er sannfærður um að hann sé betri og mun henta betur fyrir mótið,“ sagði Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner