Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 10. nóvember 2022 00:19
Brynjar Ingi Erluson
Möguleg sala á Liverpool hefur engin áhrif á framtíð Klopp
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, hefur engar áhyggjur af framtíð félagsins og segist skuldbundinn því sama hvað mun gerast varðandi eignarhaldið.

Fenway Sports Group keypti Liverpool fyrir 300 milljónir punda fyrir tólf árum og hefur tekist að koma félaginu aftur í fremstu röð í Evrópu.

Í dag er félagið metið á tæpar 4 milljarða punda en samkvæmt nýjustu fregnum er félagið komið á sölu og eru margir fjárfestar áhugasamir.

Talsmaður FSG hefur sagt að eigendurnir séu aðeins að leita að fjárfestingu frá þriðja aðila.

„Ég skil ekki alveg af hverju fólk heldur að það sé verið að selja félagið. Eins og kom fram í yfirlýsingunni er FSG að leita að fjárfestum. Ég er hrifinn af því og það virðist vera góð hugmynd,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Derby í kvöld.

„Hvað sem gerist þá er ég mjög hrifinn af því hvernig við vinnum saman, en ef það breytist þá er ég samt skulbundinn félaginu,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner