Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Kelleher í sögubækurnar hjá Liverpool
Caoimhin Kelleher
Caoimhin Kelleher
Mynd: EPA
Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher hefur nú unnið fjórar vítaspyrnukeppnir með Liverpool og oftast allra markvarða í sögu félagsins en hann sló metið í sigrinum á Derby County í enska deildabikarnum í gær.

Þessi 23 ára gamli markvörður var hetja Liverpool í deildabikarnum á síðasta tímabili.

Hann stóð í rammanum í öllum leikjum liðsins og sá til þess að það færi alla leið í úrslit. Hann gerði svo gott betur en það í úrslitaleiknum og gerði sigurmarkið í vítakeppninni gegn Chelsea.

Kelleher stóð í rammanum á móti Derby County í gær. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því farið beint í vítakeppni en þar varði hann þrjár spyrnur og tryggði Liverpool sigur.

Þetta var fjórða vítaspyrnukeppnin sem hann vinnur með Liverpool en enginn annar markvörður í sögu félagsins hefur unnið fleiri en hann.

Ekki nóg með það þá er hann með flestar vörslur í vítakeppni fyrir félagið eða sex talsins. Ansi áhugaverð tölfræði í ljósi þess að hann hefur aðeins spilað átján leiki fyrir aðallið Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner