Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. nóvember 2022 08:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael tekur við KFA
Með skeiðklukkuna klára.
Með skeiðklukkuna klára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson verður næsti þjálfari KFA, knattspyrnufélags Austurlands. Þetta kom fram í Þungavigtinni í gærkvöldi þar sem Mikael er einn af sérfræðingum þáttarins.

Fótbolti.net hefur fjallað um möguleikann á því að Mikael tæki við starfinu og má lesa nánar um það hér.

Hann þjálfaði síðast Njarðvík sumarið 2020 og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti 2. deildar. Hann hefur einnig þjálfað ÍH og Núma á sínum þjálfaraferli.

KFA endaði í tíunda sæti í 2. deild síðasta sumar. Mikael tekur við af Brynjari Skúlasyni sem hætti eftir sumarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner