Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. desember 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Buenos Aires lituð rauð - Nóg að gera hjá lögreglunni
Mynd: Getty Images
Buenos Aires í Argentínu var eins og draugaborg á meðan úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors fór fram í gærkvöldi. Eftir að River Plate tryggði sér sigurinn og Copa Libertadores bikarinn trylltist allt í borginni.

Stuðningsmenn River Plate geystust út á götur og haldin var þjóðhátíð. Óeirðalögreglan hafði í nægu að snúast í að reyna að hemja þá sem fóru yfir strikið og slagsmál brutust út.

Flugeldar fóru á loft og fólk klifraði upp á ljósastaura í fagnaðarlátunum.

Viðureign River Plate og Boca Juniors er hatrammasti grannaslagur heimsfótboltans.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá Buenos Aires.
Athugasemdir
banner
banner
banner