Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. desember 2018 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Lyon ræðir Fekir og Liverpool: Liverpool hætti við að fá hann
Nabil Fekir er lykilmaður í liði Lyon
Nabil Fekir er lykilmaður í liði Lyon
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, hefur opinberað það sem átti sér stað milli félagsins og Liverpool í sumar en Nabil Fekir var nálægt því að ganga í raðir enska félagsins.

Fekir, sem er fyrirliði Lyon, hefur verið þeirra besti leikmaður síðustu ár en Liverpool var í viðræðum við Lyon um kaup á honum í sumar en það varð þó ekkert af skiptunum.

Lyon og Liverpool voru búinn að ná saman en enska félagið hætti við á síðustu stundu. Talið er að félagið hafi hætt við eftir að það skoðaði meiðslasögu Fekir og þá gekk læknisskoðunin ekki snurðulaust fyrir sig.

„Það voru bara einhver smáatriði eftir en þá hætti einn aðilinn við og ekkert varð af þessu. Lyon og Liverpool voru búin að ná samkomulagi en þá allt í einu ákvað Liverpool að hætta við og þá vorum við líka í erfiðri stöðu þar sem Nabil var á leið á HM," sagði Aulas.

„Nabil var sáttur við stöðuna. Það var ein rökfærslan að Liverpool hafi hætt við útaf meiðslasögu Fekir en ég held að það hafi ekki verið raunverulega ástæðan," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner