Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 10. desember 2018 12:39
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur tapað öllum leikjum sem Skomina hefur flautað
Damir Skomina.
Damir Skomina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slóvenski dómarinn Damir Skomina mun dæma leik Liverpool og Napoli í Meistaradeildinni annað kvöld.

Riðillinn er galopinn og Liverpool, Napoli eða Paris Saint-Germain mun sitja eftir.

Liverpool hefur tapað öllum fjórum leikjunum sem liðið hefur spilað og Skomina dæmt. Þar á meðal 2-1 heimatapið gegn Fiorentina í desember 2009 og 4-2 tapið gegn Roma á síðasta tímabili.

Liverpool þarf að vinna leikinn á morgun 1-0 eða með tveggja marka mun til að komast áfram.

Skomina, sem er 42 ára, dæmdi leikinn fræga í hreiðrinu í Nice á EM 2016 þegar Ísland lagði England 2-1 í 16-liða úrslitum.

Paris Saint-Germain spilar gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad á sama tíma en skoski dómarinn Willie Collum verður með flautuna í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner