Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 10. desember 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Lukaku hætti í ræktinni og skipti um mataræði eftir HM
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, segist hafa minnkað vöðvamassa sinn undanfarna mánuði til að komast aftur í gang fyrir framan markið.

Lukaku skoraði 27 mörk á fyrsta tímabili sínu með Manchester United en á þessu tímabili hefur hann ekki verið jafn öflugur fyrir framan markið. Lukaku hefur þó skorað í síðustu tveimur byrjunariðsleikjum sínum.

„Ég var á HM. Mér leið vel og fannst ég spila frábærlega þar en þegar ég kom til baka hingað þá kom ég í annan leikstíl. Í ensku úrvalsdeildinni getur þú ekki verið með sama vöðvamassa og í landsleikjum," sagði Lukaku.

„Ég hugsaði um leið og ég kom til baka: 'Nah, nah, ég get ekki spilað svona leikstíl. Ég varð að missa vöðva. Ég fór ekki í ræktina, drakk mikið vatn og borðaði mikið af grænmeti og fisk. Það hjálpar."

„Ég og stjórinn (Jose Mourinho) höfum átt gott spjall undanfarna daga og hann sagði mér hvað hann vill fá frá mér. Ég veit að ég get gert betur og ég þarf að halda áfram og bæta mig. Ég vil bæta við leik minn og hjálpa liðinu að vinna."

„Ég hef ekki verið nógu grimmur í mínum leik. Ég spilaði hins vegar af krafti eins og allir aðrir um helgina. Ég var ánægður með að spila vel aftur og núna snýst þetta um að halda áfram að bæta sig og halda stöðugleika."


Lukaku segist hafa verið þreyttur eftir HM í sumar. „Ég lenti í því sama árið 2014 þegar ég var hjá Everton. Ég var í virkilegri lægð. Núna er ég kominn aftur í gang og klár í að halda áfram," sagði Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner