mán 10. desember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Napoli ætlar að stjórna leiknum gegn Liverpool
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, segir ekkert annað koma til greina en að sækja til sigurs gegn Liverpool í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðin eigast við á Anfield annað kvöld.

Napoli er á toppi riðilsins fyrir leikinn og nægir jafntefli til að fara áfram. Liverpool þarf af annað hvort að vinna 1-0 eða með tveimur mörkum til að fara upp fyrir Napoli og komast áfram.

„Ég á margar góðar minningar frá Anfield. Síðasta minning þaðan er góð því ég vann titilinn þar með Chelsea," sagði Ancelotti eftir 4-0 sigur Napoli á Frosinone um helgina.

„Þetta verður erfiður og spennandi leikur. Við munum fara þangað og spila okkar venjulega leik. Það væri ekki vænlegt til vinnings að leggja rútunni. Við spilum heldur ekki þannig."

„Við munum reyna að týra leiknum og ég er viss um að strákarnir verða tilbúnir að gefa allt sitt. Við förum þangað í sóknarhug."

Athugasemdir
banner
banner
banner