Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. desember 2018 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Pjanic: Pogba er meira en velkominn til Juventus
Paul Pogba og Miralem Pjanic í baráttunni í Meistaradeildinni
Paul Pogba og Miralem Pjanic í baráttunni í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic, miðjumaður Juventus á Ítalíu, segir stuðningsmenn Juventus dreyma um að fá Paul Pogba aftur til félagsins en hann ræddi um hann á dögunum.

Pogba ólst upp hjá Le Havre í Frakklandi áður en hann fluttist ungur til Manchester. Hann vann sig upp hjá félaginu áður en hann varð samningslaus árið 2012 þar sem hann fékk ekki nógu margar mínútur undir Sir Alex Ferguson.

Franski miðjumaðurinn gerði frábæra hluti með Juventus áður en hann var keyptur fyrir metfé aftur til United. Það virðast þó vera miklar líkur á því að hann yfirgefi United á næstu mánuðum.

Pjanic, sem er á mála hjá Juventus, segir að Pogba sé meira en velkominn í að koma aftur til félagsins.

„Draumur stuðningsmanna er að fá hann aftur. Félagið hefur fengið marga magnaða leikmenn til sín og bætt það töluvert og Pogba er auðvitað meira en velkominn hér," sagði Pjanic til að ýta enn frekar undir skipti Pogba aftur til Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner