mán 10. desember 2018 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Eiður Smári lék sér að Hjörvari
Eiður Smári fór illa með Hjörvar Hafliðason í Tommamótinu
Eiður Smári fór illa með Hjörvar Hafliðason í Tommamótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason eða Dr. Football eins og þjóðin þekkir hann stóð á milli stanganna í Tommamótinu sem fór fram á sunnudag en það var til styrktar Tómasar Inga Tómassonar, sem hefur verið 200 daga á spítala eftir mjaðmaaðgerðir síðustu fjögur árin.

Stærstu nöfn Íslands í knattspyrnusögunni spiluðu á Tommamótinu í Egilshöll á sunnudag og auðvitað lét Eiður Smári Guðjohnsen sig ekki vanta og kom beint úr flugi og í leikinn.

Hjörvar Hafliðason, sem lék með liðum á borð við KR, Breiðablik, HK, Val og Stoke, stóð á milli stanganna í leiknum og lét Eið fara ansi illa með sig.

Eiður var þá kominn í gegn er Hjörvar ákvað að fara aðeins of snemma í grasið og skoraði Eiður nokkuð auðveldlega. Eiður birti myndband af markinu á Instagram og þá gerði umboðsskrifstofan Total Football slíkt hið sama.

Hjörvar svaraði þó fyrir sig og benti á að hann hafi tekið sénsinn tvisvar í leiknum og í hitt skiptið hafi það gengið upp.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner