Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni í febrúar þegar liðið spilar útileiki gegn Sviss og Frakklandi. Ísland mætir svo Noregi í þriðja leik en þriðja og fjórða umferðin fara fram í apríl og riðlakeppninni lýkur svo í maí/júni. Liðin mynda riðil 2 í A-deildinni.
KSÍ greindi frá því í dag að heimaleiur Frakklands gegn Íslandi, sem spilaður verður þriðjudagskvöldið 25. febrúar, fari fram á heimavelli Le Mans en Marie-Marvingt leikvangurinn tekur um 25 þúsund manns í sæti. Karlalið Le Mans er í þriðju efstu deild í Frakklandi.
KSÍ greindi frá því í dag að heimaleiur Frakklands gegn Íslandi, sem spilaður verður þriðjudagskvöldið 25. febrúar, fari fram á heimavelli Le Mans en Marie-Marvingt leikvangurinn tekur um 25 þúsund manns í sæti. Karlalið Le Mans er í þriðju efstu deild í Frakklandi.
„Frakkar eru með mjög gott lið og eitt það allra besta í Evrópu, Noregur hefur verið að bæta sig mikið undanfarið og Sviss er lið sem er líka í framför en þær verða á heimavelli á EM næsta sumar. Þetta er hörkuriðill og þegar maður horfir á þessi þrjú lið, þá eru þetta engir óskamótherjar," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson um dráttinn í Þjóðadeildinni sem fram fór í síðasta mánuði.
Frakkland er í 10. sæti heimslistans, Ísland er í 13. sæti, Noregur er í 16. sæti og Sviss er í 25. sæti.
Lokastaðan í Þjóðadeildinni hefur áhrif á stöðu liðanna þegar kemur að drættinum fyrir undankeppni HM 2027.
???????? Staðfest hefur verið að leikur A kvenna gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni 25. febrúar fari fram á Stade Marie-Marvingt í Le Mans.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 10, 2024
???? Völlurinn tekur um 25 þúsund manns í sæti, en Le Mans FC leikur leiki sína á vellinum.#viðerumísland pic.twitter.com/bw5RHH0hWo
Athugasemdir